Cocobutts

Nýburableyjuleiga Cocobutts

Nýburableyjuleigan okkar er hagkvæm og umhverfisvæn leið til að nota taubleyjur frá fyrstu dögum barnsins.

Nýburableyjupakkarnir okkar eru í boði um allt land, og þú greiðir aðeins sendingarkostnað aukalega. Við sendum þér leiðbeiningar varðandi endursendingu með afhendingu pakkans og áminningu þegar líður að skilum. Þú færð einnig rafrænan leiðbeiningabækling með hagnýtum upplýsingum.

Þú greiðir fyrir fyrsta mánuðinn (30 dagar) sem er óafturkræft, en ef þú sérð fram á að þurfa ekki tvo mánuði (60 daga) og hefur bókað svo langan tíma þá getur þú skilað fyrr og fengið inneign fyrir ónotuðum dögum af seinni mánuðinum.

Pakkarnir eru alltaf nýlegir og í topp standi. Við endurnýjum skeljar, innlegg og aukahluti sem sýna áberandi slit. Þannig tryggjum við að pakkarnir séu alltaf í góðu ástandi til að tryggja eins góða reynslu og best verður á kosið.

ATH: Með bókun samþykkir þú sjálfkrafa leiguskilmála Cocobutts.


Hvað er í nýburableyjupakkanum?

Nýburableyjur frá Elskbar

  • 20x Skeljar með bambus innra lag ásamt trifold úr bambus 

Nýburaskeljar frá Elskbar

  • 3x Þurrkanlegar skeljar

Ai2 innlegg

  • 6x Bambus innlegg frá Bare and Boho
  • 9x Hemp innlegg frá Bare and Boho

Fjölnota þurrkur

  • 10x Bambus blautþurrkur frá Little lamb
  • 10x Bambus terry þurrkur frá Poppets

Blautpokar

  • 1x Miðlungs blautpoki frá Cocobutts
  • 1x Pail Liner frá La Petite Ourse

Skil og afhending

Ef þú færð pakkann sendan með Dropp eða Íslandspósti fylgir skilamiði með. Þú greiðir fyrir skilamiðann við pöntun og heldur umbúðunum meðan á leigutíma stendur. Við bætum 5 daga við leigutímann fyrir skil, og pakkinn skal sendur af stað í síðasta lagi á lokadegi leigutímans.

Allar bleyjur eru ástandsskoðaðar við skil, og ef þörf er á, fara þær í djúphreinsun, en það er afar sjaldgæft. Við gerum okkar besta til að fjarlægja bletti sem kunna að vera til staðar vegna sterks litarefnis í mjólkurhægðum, en blettir hafa ekki áhrif á notkun bleyjanna, né gera litarblettir þær skítugar.


Verð og greiðslur

  • 30 dagar: 14.900 kr.
  • 60 dagar: 29.900 kr.

Innborgun

  • Þú ræður hvort þú greiðir 50% við bókun og 50% við afhendingu eða staðgreiðir.

Hvernig virkar þetta?

  1. Veldu leigutímabil (30 eða 60 daga) og upphafsdagssetningu í dagatalinu.
  2. Svartmerktar dagsetningar sýna lausa daga.
  3. Dagatalið tekur sjálfkrafa frá tímabilið fyrir þig á meðan þú gengur frá pöntun.
  4. Við sendum þér leiðbeiningar um meðhöndlun og notkun í tölvupósti eftir greiðslu.

Við bjóðum þér að prófa taubleyjur á einfaldan hátt með nýburableyjupakkanum – skref í átt að sjálfbærni og vellíðan fyrir barnið.

    14.900 kr

    Áætlaður afhendingartími milli desember 25 og desember 27.

    Afhending
    Ókeypis afhending innan Íslands á pöntunum yfir 15.000 kr. Sendingarkostnaður er sýndur í greiðsluferlinu og er reiknaður út frá þyngd.

    Þó við leggjum okkur fram við að pakka rétt, geta mistök gerst. Við biðjum ykkur vinsamlegast að tilkynna um villur eða skort á pöntunum innan 14 daga frá móttöku. Ekki er hægt að krefjast skaðabóta vegna vöntunar eftir 14 daga.

    Skil og skipti
    Við bjóðum upp á að skipta um skoðun innan 3ja mánaða (90 daga). Vinsamlegast láttu okkur vita eins fljótt og auðið er á info@cocobutts.is ef þú vilt skila eða skipta einhverjum vörum í pöntuninni þinni.

    Fyrir skil á vörum verða vörurnar að vera ónotaðar og í sama ástandi og þú fékkst þær í, þar á meðal óþvegnar. Við getum ekki tekið á móti vörum sem hafa verið þvegnar fyrir skil.

    Ábyrgð
    Framleiðsluábyrgð hjá framleiðendum vörumerkja Cocobutts er 6-12 mánuðir frá kaupdegi og er misjafnt eftir vörumerkjum, svo framarlega sem leiðbeiningar um umhirðu hefur verið fylgt.
    Lestu meira

    Deila

    Customer Reviews

    Based on 7 reviews
    100%
    (7)
    0%
    (0)
    0%
    (0)
    0%
    (0)
    0%
    (0)
    K
    K.S. (Reydarfjordur)
    Frábær byrjun

    Vorum ótrúlega ánægð með að hafa tekið þennann pakka á leigu og fá þar með góða kynningu inn í taubleyjulífið. Elskbar bleyjurnar voru mjög góðar of mjög hentugar fyrstu vikurnar. Við leiguðm pakkann í tvo mánuði en gátum skilað honum fyrr þegar barnið var orðið of stórt í bleyjurnar sem var mjög hentugt! Mæli með fyrir alla sem eru að velta því fyrir sér að byrja í taubleyjum strax frá byrjun.

    E
    Evlalía K.Á. (Hafnarfjordur)
    Frábær byrjun á taubleyjulífi

    Nýburaleigupakkinn er ótrúlega sniðug leið til að komast inn í taubleyjur, sjá hvernig bleyjur henta og læra á mismunandi innlegg. Okkur fannst frábært að þurfa ekki að kaupa taubleyjur í blindni heldur geta prufað mismunandi tegundir áður en við færum að kaupa bleyjur. Pakkinn er líka frábær til að eiga möguleikann á því að nota taubleyjur frá byrjun og koma manni af stað þar sem nýburableyjurnar virka í skamman tíma.

    G
    Gunnhildur G. (Kopavogur)
    Flott byrjun

    Ég leigði nýburapakkan í tvo mánuði og var mjög ánægð með nánast allt í pakkanum en Elskbar bleyjurnar voru klárlega í miklu uppáhaldi. Litle Lamb eru líka frábærar næturbleyjur. Þetta var mjög góð byrjun á taubleyju lífinu og kom manni í gírinn.
    Mæli 100% með!!!

    A
    A.K.S.S. (Reykjavik)
    Frábær kostur

    Þessi leigupakki er algjör snilld og hefur nýst okkur svo vel. Munar svo miklu að þurfa ekki að nota bréfbleyjur á lítinn nýfæddan bossa með öllu ruslinu sem fylgir því, fyrir utan hvað tauið er margfalt betra fyrir barnið OG hvað bleyjurnar eru sjúklega fallegar 😍

    A
    Aðalheiður S. (Hveragerdi)
    Ótrúlega góð þjónusta.

    Frábær þjónusta og ótrúlega gott að geta prófað mismunandi tegundir af bleyjum.

    Nýburableyjuleiga Cocobutts

    14.900 kr

    14.900 kr

    Fyrir Jörðina

    Hefðbundnar einnota nauðsynjavörur taka allt að 800 ár að brotna niður í náttúrunni og mörg tugi milljóna einnota nauðsynjavara eru urðuð á Íslandi á hverju ári með tilheyrandi afleiðingum á lífríki lands og sjávar.

    Fyrir sparnaðinn

    Með því að velja fjölnota sparar þú heilmikinn pening sem gæti nýst þér í eitthvað svo miklu skemmtilegra en einnota sorp.

    Fyrir heilsuna

    Einnota bleyjur, tíðabindi, túrtappar og aðrar einnota lekavörur innihalda flest kemísk efni sem hafa skaðleg áhrif á heilsu fólks og lífríki lands og sjávar bæði til skemmri og lengri tíma. Veldu betur fyrir þig og barnið þitt.