Pisi
Fitted bleyja með vasa - Stærðir
1.990 kr
Verð per eininguÁætlaður afhendingartími milli janúar 06 og janúar 08.
Fitted bleyja með vasa úr lífrænni bómull
Skemmtileg og hagnýt bleyja frá Pisi sem hentar vel undir ullarskeljar. Þessi bleyja mætti segja að sé á milli tegunda en hefur ákveðna eiginleika fitted bleyju, preflat bleyju og vasableyju. Hún býður öfluga lekavörn sem getur komið sér mjög vel, sér í lagi þegar barnið er ekki byrjað að borða fasta fæðu.
Þessi vara er hluti af innra lagi bleyjunnar sem er rakadrægt og er notað með öðru ytra lagi sem er vatnsverjandi lag, til dæmis teygjanlegu ullarskelinni frá Pisi.
Bleyjurnar frá Pisi eru mjög notendavænar og hér ríkir einfaldleikinn. Fitted bleyjuvasinn er festur utan á barnið með Snappi eða annarri bleyjufestingu. Bleyjuvasinn sjálfur er þunnur og aðal rakadrægnin kemur frá því efni sem sett er inn í vasann. Þetta rakadræga efni getur verið innlegg sem þú átt nú þegar, flat bleyja úr muslin eða tencel eða bara hvað sem þér hentar vel hverju sinni. Um að gera að prófa sig áfram. Ef bleyjuvasinn er notaður undir ullarskelina frá Pisi er lítið mál að bústa bleyjuna utan á bleyjuvasann með því að leggja rakadrægt efni innan í skelina.
Stærðir
Stærðir eru ávallt til viðmiðunar þar sem börn eru ólík að líkamsgerð.
- Stærð 1 | 3-7 kg
- Stærð 2 | 6-16 kg
Ef þú ert í vafa, þá mælum við almennt frekar með að kaupa stærri stærðina frekar en minni, sér í lagi ef barnið hefur sver læri (sem er auðvitað það krúttlegasta!).
Efni
Bleyjan er gerð úr tveimur lögum af 100% lífrænni bómull sem er með GOTS vottun. Efnið er 150 GSM.
Ólitaða bómullin er óbleikjuð/óhvíttuð sem þýðir að hún hefur ekki verið gerð hvítari með notkun efna. Bómullin er svo lítið unnin að mögulega gætir þú rekið augun í agnarsmá bómullarfræ inn á milli þráða í efninu. Hér er um að ræða eins náttúruleg efni og kostur er á.
Þvottur
Má þvo á allt að 60° og þurrka á lágum hita í þurrkara. Þó ber að nefna að þessar bleyjur eru sérlega snöggar að þorna á snúru, ætti aðeins að taka nokkrar klukkustundir jafnvel á köldum vetrardegi. Þunnar bleyjur hreinsast mjög vel í þvotti og sumir telja að þunnar bleyjur bjóði upp á besta hreinlætið í úrvali taubleyja.
Bleyjur úr náttúrulegum efnum þarf að þvo nokkrum sinnum til að fjarlægja náttúrulegar olíur úr efninu og ná þannig upp rakadrægni efnisins.
Um merkið
Vörurnar frá Pisi eru framleiddar í heimalandinu Eistlandi af eigandanum sjálfum og einnig í samvinnu við hæfileikaríka saumakonu. Saman færa þær okkur handverksvörurnar frá Pisi. Hjá Pisi er mikið lagt upp úr að velja efni af miklum gæðum, bæði með tilliti til endingar en ekki síður uppruna efnisins og við hvaða aðstæður það er framleitt. Efnin í fitted bleyjuvasanum eru í raun afskurður og efni sem verður afgangs úr textíliðnaði en Pisi leggur mikla áherslu á að nýta allt hráefni vel og velur að gefa þessu efni nýtt líf í bleyjunum.
Við mælum með að þvo allar fjölnota nauðsynjavörur og aukahluti með PUL efni á 60° þó þvottaleiðbeiningar á þvottamiðum frá framleiðendum segi 30° eða 40°. Flestar, ef ekki allar fjölnota nauðsynjavörur þola 60° þvott.
Athugið samt sérstaklega að framleiðendur geta fyrrað sig undan ábyrgð hafi þvottaleiðbeiningum frá framleiðanda ekki verið fylgt.
Þumalputtareglur
- Taubleyjur og innlegg má þvo á 60°
- Innlegg má setja í þurrkara en skeljar ætti að hengja upp á snúru.
- Notið mild þvottaefni án ensíma.
- Engin mýkingarefni.
Geymsla notaðra bleyja
Notaðar bleyjur skal geyma á baðherbergi eða í þvottahúsi í opnu íláti eða góðum geymslupokum sem lofta. Við mælum sterklega með Pail liner, en það er einnig í lagi að nota bala eða vask sem tryggir gott loftflæði. Pro tip: Gættu þess að geyma bleyjurnar þurrar – geymsla í vatni getur skemmt bleyjurnar og teygjurnar.
Ef bleyja verður fyrir kúki, skaltu skola hana að kvöldi eða strax. Það er hins vegar ekki nauðsynlegt að skola bleyjur sem aðeins hafa verið pissað í – þær má geyma fram að þvottadegi.
Þvottarútína
Við mælum heilshugar með að nota þrjá aðskilda þvottahringi (nýtt prógramm í hvert skipti), því flestar vélar skipta ekki um vatn milli hringja innan sama prógramms, sem getur valdið því að þvotturinn verði ekki nægilega hreinn.
Klassískur taubleyjuþvottur
- Fyrsti hringur: Kalt skol án þvottaefnis (Rinse + Spin).
- Annar hringur: Langur hringur á 60°C með þvottaefni (minnst 2 klst).
- Þriðji hringur: Kalt skol án þvottaefnis.
Ofnæmisstilling
Ef þvottavélin þín er með ofnæmisstillingu sem þrífur við 60-63°C í 2,5-4 klst og skiptir um vatn á milli hringja, geturðu sleppt síðasta skolinu í lokin.
Pro tip: Eftir þvott er gott að þreifa á bleyjunum og lykta af þeim. Ef þær lykta ekki af þvottaefni eða súru ætti allt að vera í lagi. Ef þvotturinn er ekki alveg rétt skolaður, getur verið gott að setja þær í annan „Rinse + Spin“.
Þurrkun
Við mælum með að þurrka bleyjurnar í lofti. Ef þú þarft að nota þurrkara skaltu nota lága hita stillingu fyrir innleggin. Pro tip: Settu aldrei skeljar eða vasar í þurrkara þar sem hitinn getur eyðilagt teygjurnar og ytra efnið.
Sjá nánar um þvott á taubleyjum hér
Afhending
Ókeypis afhending innan Íslands á pöntunum yfir 15.000 kr. Sendingarkostnaður er sýndur í greiðsluferlinu og er reiknaður út frá þyngd.
Þó við leggjum okkur fram við að pakka rétt, geta mistök gerst. Við biðjum ykkur vinsamlegast að tilkynna um villur eða skort á pöntunum innan 14 daga frá móttöku. Ekki er hægt að krefjast skaðabóta vegna vöntunar eftir 14 daga.
6 vikna reynslutími
Við bjóðum upp á 6 vikna reynslutíma á öllum margnota bleyjum og aukahlutum fyrir nýja Cocobutts viðskiptavini sem eru að versla taubleyjur í fyrsta skipti. Ef þú ert ekki ánægð/ur með kaupin þín, þvoðu þá vörurnar og skilaðu þeim innan 6 vikna frá kaupum til að fá fulla endurgreiðslu í formi inneignarnótu eða 80% endurgreiðslu kjósir þú að fá endurgreitt inn á þann greiðslumáta sem þú upphaflega notaðir til að greiða fyrir vöruna.
Skilmálar og skilyrði:
- Sendingarkostnaður vegna skilanna er á þinn kostnað.
- Allar vörur verða að vera keyptar á Cocobutts.is.
- Skilastefna okkar er takmörkuð við ein (1) skil eða skipti frá hverju heimili.
- Vinsamlegast hafðu samband við okkur innan fyrstu 6 viknanna eftir að þú fékkst vörurnar þínar afhentar til að senda inn beiðni um skil.
- Allar vörur verða að vera í hreinu og nothæfu ástandi og mega ekki hafa verið soðnar, bleiktar eða illa meðfarnar. Við tökum ekki við Cocobutts vörum í lélegu ástandi.
- Þessi reynslutími á ekki við um hreinlætisvörur, tíðavörur, koppaþjálfunarnærbuxur eða aðrar vörur sem ekki tengjast taubleyjum, sem og útsöluvörur.
- Lestu meira
Skil og skipti
Við bjóðum upp á að skipta um skoðun innan 30 daga. Vinsamlegast láttu okkur vita eins fljótt og auðið er á info@cocobutts.is ef þú vilt skila eða skipta einhverjum vörum í pöntuninni þinni.
Fyrir skil á vörum verða vörurnar að vera ónotaðar og í sama ástandi og þú fékkst þær í, þar á meðal óþvegnar. Við getum ekki tekið á móti vörum sem hafa verið þvegnar fyrir skil.
Ábyrgð
Framleiðsluábyrgð hjá framleiðendum vörumerkja Cocobutts er 6-12 mánuðir frá kaupdegi og er misjafnt eftir vörumerkjum, svo framarlega sem leiðbeiningar um umhirðu hefur verið fylgt.
Lestu meira