Puppi
Ullarskeljar - Nýburastærð
4.590 kr
Verð per eininguÁætlaður afhendingartími milli janúar 08 og janúar 10.
Vörulýsing
Ullarskeljar eru frábær lausn fyrir foreldra sem vilja hafa barnið sitt í náttúrulegum taubleyjum frá fæðingu.
Ullarskelin er notuð yfir gasbleyju eða fitted bleyju sem veita rakadrægni á meðan skelin veitir vatnsheldni. Gasbleyjur og fitted bleyjur henta einstaklega vel fyrir nýbura vegna þess hve oft og mikið þau kúka. Skipta þarf yfirleitt bara um gas- og fitted bleyjur svo lengi sem kúkur hefur ekki farið í skelina og svo er hægt að nota skelina aftur og aftur.
Við bleyjuskipti er skipt um gas- eða fitted bleyju og ullarskelin er viðruð þangað til kemur að næstu bleyjuskiptum. Við mælum með að eiga tvær 2-3 ullarskeljar til að rótera á milli bleyjuskipta.
ATH. Þessar ullarskeljar hafa ekki SIO (snap-in-one) smellur fyrir Ai2 innlegg. En það er lítið mál fyrir okkur að bæta þeim við sé óskað eftir því.
Skoða Ullarskeljar frá Puppi með SIO
Eiginleikar
Þessi bleyjuskel er saumuð úr ítalskri merino ull og er ullin ofin á þann hátt að skelin er mjög þétt en jafnframt ótrúlega þunn og mjúk.
Bleyjurnar eru saumaðar á lítilli saumastofu í Póllandi og er hægt að sjá allt vinnsluferlið á instagram síðu Puppi diapers. Bleyjurnar eru saumaðar af mikill vandvirkni og falleg smáatriði eins og fallegir skrautsaumar eru í hverri bleyju.
Efni og leiðbeiningar
- Efni: 100% merino ull
- Stærðir: Nýbura (3-6,5 kg)/(6,5-14 lbs) og Mini One size (4,5 - 9,5 kg/10-21 lb)
- Þvottaleiðbeiningar: Handþvottur með ullarsápu. Viðra skelina eftir hverja notkun. Sjá ullarþvottaleiðbeiningar HÉR.
- Fyrir fyrstu notkun: Setja skelina í lanólínlögur
- Vottanir: teygjur: keyptar frá GOTS- vottuðum framleiðanda(Global Organic Textile Srtandard), smellur: CPSIA
Myndbönd
Kostir við ullarbleyjur
- Þú þarft færri skeljar. 4-5 skeljar eru nóg fyrir allt bleyju tímabil barnsins (!).
- Þú þarft sjaldnar að þvo skeljarnar. Oft er nóg að þvo hverja skel á 3-4 vikna fresti
- Ullarþvotturinn tekur mjög stutta stund, MAX 15-18 mínútur.
- Ullin er 100% náttúruleg
- Ull andar mjög vel og viðheldur réttu hitastigi í líkamanum svo börn hvorki svitna né soðna. Þeim verður heldur ekki kalt þó þau séu búin að pissa í bleyjuna.
- Ullin er gerð vatnsheld með lanolini sem er bakteríudrepandi. Lanolin brýtur niður þvag í salt og vatn sem svo gufar upp. Það má segja að ullin sé nánast sjálfhreinsandi.
- Það er sjaldan eða aldrei vond lykt af ullinni fyrr en eftir marga daga/vikur af notkun.
- Ef vel er hugsað um ullina getur hún enst í mörg ár, mun lengur en bleyju skeljar úr PUL.
Um merkið
Puppi er pólskt fjölskyldufyrirtæki sem hefur saumað margverðlaunaðar ullarbleyjur frá árinu 2013.
Það sem gerir Puppi vörurnar einstakar er að öll efnin sem bleyjan er unnin úr eru náttúruleg og niðurbrjótanleg. Meira að segja teygjurnar eru vottaðar og unnar úr bómull og náttúrulegu gúmmíi.
Bleyjurnar eru saumaðar á lítilli saumastofu í Póllandi og er hægt að sjá allt vinnsluferlið á instagram síðu Puppi diapers. Bleyjurnar eru saumaðar af mikill vandvirkni og falleg smáatriði eins og fallegir skrautsaumar eru í hverri bleyju.
Ullarskeljar þarf mjög sjaldan að þvo.
Í byrjun þarf yfirleitt að þvo ullina aðeins oftar en eftir því sem hún er notuð
meira og lanólínið sest betur inn í efnið, þá er hægt að fara margar vikur
milli þvotta.
- Handþvottur eða ullarprógamm í þvottavél.
- Notið milda ullarsápu og ekki hærra hitastig en 30°, má vera lægri hiti.
- Þurrkist ekki í þurrkara, heldur leggið til þerris á flatan flöt.
Lanolín meðferð með lanolínmola frá Poppets
- Settu 1stk lanolín mola í 150-200ml af heitu vatni ofan í bolla eða krukku og hrærðu þar til molinn hefur leyst sig alveg upp og liturinn á vatninu er orðinn skýjaður. Þú getur líka soðið lanolínmolann með vatni í potti og þá tekur þetta skemmri tíma.
- Hellið lausninni ofan í bala, skál eða vask og látið kólna.
- Setjið ullarskelina ofan í lanolín lögurnar og kreistið skelina varlega þannig að hún blotni alveg í gegn. Leyfið svo skelinni að liggja í bleyti í lágmark 2klst og jafnvel yfir nótt ef það hentar.
Endurtakið þetta skref 1-2x ef ullarskelin er ný án þess að þerra hana.
Ef verið að fríska upp á notaða skel dugar að gera þetta skref 1x og í lágmark 20 mín. - Vindið skelina varlega og leggið á þurrt handklæði.
Rúllið upp handklæðinu og kreistið mestan vökva úr
Leggið til þerris á flötum stað
Hægt er að nota afganginn af lögunum til að fríska upp á aðra ullarskel ef það er einhver.
Blettaþvottur
- Láttu kalt eða volgt vatn í kaldara lagi renna beint úr krananum og á blettinn sem þarf að þvo.
- Nuddaðu Lanolín ullarsápustykkinu frá Poppets beint á blettinn þar til hann er horfinn og það er smá freydd sápa í ullinni.
- Skolaðu sápuna vel úr blettnum.
- Vindið skelina varlega og leggið á þurrt handklæði.
Rúllið upp handklæðinu og kreistið mestan vökva úr
Leggið til þerris á flötum stað.
Sjá leiðbeiningar hér fyrir ullarþvott.
Afhending
Ókeypis afhending innan Íslands á pöntunum yfir 15.000 kr. Sendingarkostnaður er sýndur í greiðsluferlinu og er reiknaður út frá þyngd.
Þó við leggjum okkur fram við að pakka rétt, geta mistök gerst. Við biðjum ykkur vinsamlegast að tilkynna um villur eða skort á pöntunum innan 14 daga frá móttöku. Ekki er hægt að krefjast skaðabóta vegna vöntunar eftir 14 daga.
6 vikna reynslutími
Við bjóðum upp á 6 vikna reynslutíma á öllum margnota bleyjum og aukahlutum fyrir Cocobutts viðskiptavini. Ef þú ert ekki ánægð/ur með kaupin þín, þvoðu þá vörurnar og skilaðu þeim innan 6 vikna frá kaupum til að fá fulla endurgreiðslu í formi inneignarnótu eða 80% endurgreiðslu kjósir þú að fá endurgreitt inn á sama kort eða
Skilmálar og skilyrði:
- Sendingarkostnaður vegna skilanna er á þinn kostnað.
- Allar vörur verða að vera keyptar á Cocobutts.is.
- Skilastefna okkar er takmörkuð við ein (1) skil eða skipti frá hverju heimili.
- Vinsamlegast hafðu samband við okkur innan fyrstu 6 viknanna eftir að þú fékkst vörurnar þínar afhentar til að senda inn beiðni um skil.
- Allar vörur verða að vera í hreinu og nothæfu ástandi og mega ekki hafa verið soðnar, bleiktar eða illa meðfarnar. Við tökum ekki við Cocobutts vörum í lélegu ástandi.
- Þessi reynslutími á ekki við um hreinlætisvörur, tíðavörur, koppaþjálfunarnærbuxur eða aðrar vörur sem ekki tengjast taubleyjum, sem og útsöluvörur.
- Lestu meira
Skil
Við bjóðum upp á að skipta um skoðun innan 3ja mánaða (90 daga). Vinsamlegast láttu okkur vita eins fljótt og auðið er á info@cocobutts.is ef þú vilt skila eða skipta einhverjum vörum í pöntuninni þinni.
Fyrir skil á vörum verða vörurnar að vera ónotaðar og í sama ástandi og þú fékkst þær í, þar á meðal óþvegnar. Við getum ekki tekið á móti vörum sem hafa verið þvegnar fyrir skil.
Ábyrgð
Framleiðsluábyrgð hjá framleiðendum vörumerkja Cocobutts er 6-12 mánuðir frá kaupdegi og er misjafnt eftir vörumerkjum, svo framarlega sem leiðbeiningar um umhirðu hefur verið fylgt.
Lestu meira