Cocobutts

Náttúrulegi ullarpakkinn

30.490 kr 24.392 kr

Áætlaður afhendingartími milli janúar 10 og janúar 12.

Af hverju ætti að velja ullarbleyjur og Ai2 kerfið?

Ullarbleyjur:
Ull er náttúrulegt efni sem andar einstaklega vel og hentar fullkomlega fyrir viðkvæma húð barna. Ullin hefur einstaka eiginleika sem gera hana vatnsfráhrindandi og bakteríudrepandi, sem þýðir að þú þarft ekki að þvo ullarbleyjur eftir hverja notkun – láttu þær bara lofta! Þetta sparar bæði tíma og orku og stuðlar að sjálfbærari lífsstíl. Ullarbleyjur henta sérstaklega vel fyrir bæði dag- og næturnotkun, þar sem þær veita betri öndun og draga úr hættu á rakamyndun í húð

AI2 kerfið (Allt-í-tvennu):
AI2 kerfið er einfalt, sveigjanlegt og hentar vel fyrir fjölskyldur sem vilja þægilegan og hagkvæman kost. Ullarskelin er notuð aftur og aftur svo lengi sem það kemur ekki kúkur í hana, og þú einfaldlega skiptir um innlegg eftir þörfum. Þetta þýðir minna þvottamagn og betri nýtingu á vörunni. Með Ai2 getur þú valið á milli mismunandi innleggsvalkosta, eins og bambus, hamp eða bómull, allt eftir þörfum barnsins. Ef það kemur kúkur í skelina er nóg að blettaþvo hana.

Saman mynda ullarbleyjur og AI2 kerfið fullkomið val fyrir foreldra sem vilja hagkvæmni, þægindi og umhverfisvænan lífsstíl – allt án þess að fórna þægindum barnsins. 🌱

Helstu kostir AI2 kerfisins:

  • Færri skeljar: Þú þarft aðeins 2-3 skeljar fyrir daginn og getur notað þær aftur og aftur með nýjum innleggjum. 
  • Minni þvottur: Skeljarnar þværðu aðeins þegar þær verða óhreinar eða illa lyktandi, en innleggin þværðu eftir hverja notkun.
  • Snap-in-One kerfi: Mörg innlegg eru með smellum sem tryggja að þau haldist á sínum stað í skeljunum.
  • Sveigjanleiki: Þú getur blandað saman innleggjum, eftir þörfum fjölskyldunnar.
  • Hagkvæmt og einfalt: Einfalt að skipta út innleggjum án þess að þvo skelina í hvert skipti.

Hvað er innifalið í þessum pakka?

  • 2-4 ullarskeljar að eigin vali sem henta þínum þörfum og barni þínu.
  • 1+ lanolín lausn að eigin vali
  • 8+ innlegg að eigin vali á 20% afslætti 
  • KAUPAUKI - 1 Cocobutts blautpoki með tveimur hólfum fylgir frítt með

Ullarskeljarnar sem þú getur valið úr:

Ullarskeljar frá Pisi

  • Tvö lög af GOTS- og OEKO-TEX vottaðri ull, með efnisborðum að innan sem halda innleggjum á sínum stað.
  • Stærðir: 2 (6-16 kg), 3 (10-19 kg).
  • Þarf lanolín meðferð fyrir vatnsheldni.

Ullarskeljar frá Puppi

  • Snap-in-One skeljar úr ítalskri merino ull.
  • Stærðir: OS (6-15 kg) og OS+ (9-18 kg).
  • Þarf lanolín meðferð fyrir vatnsheldni.

Innleggin í boði:

Bambus innlegg frá Bare and Boho

  • 5 lög af bambus-bómullarfleece með „stay-dry“ microfleece.
  • Snap-in-One smellur halda innleggjunum á sínum stað.

Hemp innlegg frá Bare and Boho

  • Lífræn hamp-bómullarblanda með snap-in-One smellum fyrir aukna stöðugleika.

Flatar bleyjur úr muslin frá Pisi

  • Lífræn bómull, einföld í notkun og þorna hratt. Henta fyrir alla skeljar.
  • Það þarf að loka flötum bleyjum með snappi eða nælum.

Fitted bleyjur frá Pisi

  • Lífræn bómull með vasa fyrir auka rakadrægni.
  • Henta vel undir ullarskeljar og veita framúrskarandi lekavörn.
  • Fliparnir eru nógu breiðir til að sleppa snappi eða nælum en það má nota lokun með ef þú vilt að bleyjurnar haggist ekki.

Hvernig set ég saman minn pakka?

  1. Veldu 2-4 ullarskeljar að eigin vali.
  2. Veldu 1+ lanolín lausn að eigin vali.
  3. Veldu 8+ innlegg að eigin vali og fáðu 20% afslátt.
  4. Kláraðu kaupin og Cocobutts blautpoki fylgir frítt með

Náttúrulegi ullarpakkinn – Sveigjanlegt kerfi fyrir einfalda, skilvirka og hagkvæma taubleyjunotkun.

Ullarskeljar þarf mjög sjaldan að þvo.

Í byrjun þarf yfirleitt að þvo ullina aðeins oftar en eftir því sem hún er notuð
meira og lanólínið sest betur inn í efnið, þá er hægt að fara margar vikur
milli þvotta.

  • Handþvottur eða ullarprógamm í þvottavél.
  • Notið milda ullarsápu og ekki hærra hitastig en 30°, má vera lægri hiti.
  • Þurrkist ekki í þurrkara, heldur leggið til þerris á flatan flöt.

Lanolín meðferð með lanolínmola frá Poppets

  1. Settu 1stk lanolín mola í 150-200ml af heitu vatni ofan í bolla eða krukku og hrærðu þar til molinn hefur leyst sig alveg upp og liturinn á vatninu er orðinn skýjaður. Þú getur líka soðið lanolínmolann með vatni í potti og þá tekur þetta skemmri tíma. 
  2. Hellið lausninni ofan í bala, skál eða vask og látið kólna.
  3. Setjið ullarskelina ofan í lanolín lögurnar og kreistið skelina varlega þannig að hún blotni alveg í gegn. Leyfið svo skelinni að liggja í bleyti í lágmark 2klst og jafnvel yfir nótt ef það hentar.
    Endurtakið þetta skref 1-2x ef ullarskelin er ný án þess að þerra hana.
    Ef verið að fríska upp á notaða skel dugar að gera þetta skref 1x og í lágmark 20 mín.
  4. Vindið skelina varlega og leggið á þurrt handklæði.
    Rúllið upp handklæðinu og kreistið mestan vökva úr
    Leggið til þerris á flötum stað

    Hægt er að nota afganginn af lögunum til að fríska upp á aðra ullarskel ef það er einhver.

Blettaþvottur

  1. Láttu kalt eða volgt vatn í kaldara lagi renna beint úr krananum og á blettinn sem þarf að þvo.
  2. Nuddaðu Lanolín ullarsápustykkinu frá Poppets beint á blettinn þar til hann er horfinn og það er smá freydd sápa í ullinni.
  3. Skolaðu sápuna vel úr blettnum.
  4. Vindið skelina varlega og leggið á þurrt handklæði.
    Rúllið upp handklæðinu og kreistið mestan vökva úr
    Leggið til þerris á flötum stað.

Sjá leiðbeiningar hér fyrir ullarþvott. 


Afhending
Ókeypis afhending innan Íslands á pöntunum yfir 15.000 kr. Sendingarkostnaður er sýndur í greiðsluferlinu og er reiknaður út frá þyngd.

Þó við leggjum okkur fram við að pakka rétt, geta mistök gerst. Við biðjum ykkur vinsamlegast að tilkynna um villur eða skort á pöntunum innan 14 daga frá móttöku. Ekki er hægt að krefjast skaðabóta vegna vöntunar eftir 14 daga.

6 vikna reynslutími
Við bjóðum upp á 6 vikna reynslutíma á öllum margnota bleyjum og aukahlutum fyrir Cocobutts viðskiptavini. Ef þú ert ekki ánægð/ur með kaupin þín, þvoðu þá vörurnar og skilaðu þeim innan 6 vikna frá kaupum til að fá fulla endurgreiðslu í formi inneignarnótu eða 80% endurgreiðslu kjósir þú að fá endurgreitt inn á sama kort eða

Skilmálar og skilyrði:

  • Sendingarkostnaður vegna skilanna er á þinn kostnað.
  • Allar vörur verða að vera keyptar á Cocobutts.is.
  • Skilastefna okkar er takmörkuð við ein (1) skil eða skipti frá hverju heimili.
  • Vinsamlegast hafðu samband við okkur innan fyrstu 6 viknanna eftir að þú fékkst vörurnar þínar afhentar til að senda inn beiðni um skil.
  • Allar vörur verða að vera í hreinu og nothæfu ástandi og mega ekki hafa verið soðnar, bleiktar eða illa meðfarnar. Við tökum ekki við Cocobutts vörum í lélegu ástandi.
  • Þessi reynslutími á ekki við um hreinlætisvörur, tíðavörur, koppaþjálfunarnærbuxur eða aðrar vörur sem ekki tengjast taubleyjum, sem og útsöluvörur.
  • Lestu meira

Skil
Við bjóðum upp á að skipta um skoðun innan 3ja mánaða (90 daga). Vinsamlegast láttu okkur vita eins fljótt og auðið er á info@cocobutts.is ef þú vilt skila eða skipta einhverjum vörum í pöntuninni þinni.

Fyrir skil á vörum verða vörurnar að vera ónotaðar og í sama ástandi og þú fékkst þær í, þar á meðal óþvegnar. Við getum ekki tekið á móti vörum sem hafa verið þvegnar fyrir skil.

Ábyrgð
Framleiðsluábyrgð hjá framleiðendum vörumerkja Cocobutts er 6-12 mánuðir frá kaupdegi og er misjafnt eftir vörumerkjum, svo framarlega sem leiðbeiningar um umhirðu hefur verið fylgt.
Lestu meira

Deila

Customer Reviews

Be the first to write a review
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
30.490 kr 24.392 kr

Afhverju fjölnota?

Fyrir Jörðina

Hefðbundnar einnota nauðsynjavörur taka allt að 800 ár að brotna niður í náttúrunni og mörg tugi milljóna einnota nauðsynjavara eru urðuð á Íslandi á hverju ári með tilheyrandi afleiðingum á lífríki lands og sjávar.

Fyrir sparnaðinn

Með því að velja fjölnota sparar þú heilmikinn pening sem gæti nýst þér í eitthvað svo miklu skemmtilegra en einnota sorp.

Fyrir heilsuna

Einnota bleyjur, tíðabindi, túrtappar og aðrar einnota lekavörur innihalda flest kemísk efni sem hafa skaðleg áhrif á heilsu fólks og lífríki lands og sjávar bæði til skemmri og lengri tíma. Veldu betur fyrir þig og barnið þitt.